START er í leiðinni

START Hostel er nýr gististaður á Ásbrú við Keflavíkurflugvöll.  START Hostel sinnir best þeim þörfum sem gesturinn metur mest, góðan nætursvefn, gestrisni, öryggi, hreinlæti og afslappað andrúmsloft.  Í boði eru mismunandi herbergi en öll með sömu grunngæðin.  Þú borgar fyrir það sem þú velur.  Einföld og gegnsæ verðlagning.     Lestu meira hér að neðan.

IMGP2047.JPG

 

START er  gæða gististaður 

eins og umsagnir gesta á bókunarvélum bera best vitni um (sjá t.d booking.com og TripAdvisor).

 

Aðstaðan og  þjónustan

START Hostel er í nýuppgerðu húsi á gamla varnarsvæðinu á Ásbrú.  Aðstaðan er einstaklega rúmgóð og fjölbreytt úrval herbergja sem henta vel fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa.  START Hostel er á Lindarbraut 637 á móti Háleitisskóla og er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá flugstöðinni. 

  • Rómuð næturhvíld. Öll herbergin með uppábúin rúm og með sérstaklega góða hljóðvist.

  • Mismunandi herbergi. Í boðið eru 2 manna, 3 manna og 4 manna herbergi, auk fjölskylduherbergis eða stakra rúma í 4 manna dorm herbergi (herbergi deilt með öðrum en hver gestur með sitt læsta geymsluhólf inni hjá sér).

  • Öll herbergi með sér snyrtingu og baði. Þetta er hluti af þeim grunngæðum sem einkenna START Hostel.

  • Gestaeldhús og setustofa. Gestir hafa aðgang að rúmgóðu og velbúnu gestaeldhúsi sem þeir deila með öðrum gestum. Auk þess eru setustofa og aðrir sameiginlegir staðir til að sitja saman í og spjalla eða vafra um veraldarvefinn.

  • Frí nettenging og bílastæði. Frí netengin í öllu húsinu (jafnt í herbergjum sem í sameinginlegum rýmum). Frí bílastæði eru við húsið. START Hostel hvetur gesti til að samaneinast í bíla og nýta sér það að geyma bílinn við START á meðan á dvöl erlendis stendur. Verum hagsýn.

  • Morgunmatur í boði frá 3:30-9:30

  • Fjölskyldur og hópar. Hentar einstaklega vel fyrir hópa og fjölskyldur (m.a. barnaafsláttur).

  • Innskráning frá 14:00 og útskráning fyrir 11:00 daginn eftir.

Úr móttöku

 

 

 

 

 

 

 

Heimili gesta - lifandi og afslappað andrúmloft

Starfsfólk STARTs býður gesti velkomna til að njóta hágæða Hostels.  

Aðstaðan á START Hostel er aðgengileg, örugg og lætur gestum líða vel. Gestahópurinn er síbreytilegur og andrúmsloftið ræðst af því. Hópar, einstaklingar eða fjölskyldur af fjölbreyttum þjóðernum nýta sér sameiginlega aðstöðu (gestaeldhús, setustofu, gestamóttöku eða eldhús).  Oft gefst tækifæri á skemmtilegri samveru við aðra gesti, deila með þeim ferðaupplifunum og kynnast nýju fólki, kjósi gestur það. Fyrir bragðið skapast meiri heimilisbragur og afslappaðra andrúmsloft en á dæmigerðum hótelum.  Andrúmsloft sem meðal annars einkennist af hjálpsemi og tillitsemi.  

START er skemmtilegur staður fyrir hagsýna

.